fimmtudagur, október 01, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 5



Þá var komið í miðja viku eða bara einfaldlega miðvikudagur. Plan þessa dags var að kíkja í sund og nú átti sko að prufa nýja sundlaug. Þar sem að sjálfsögðu var ætlunin að gefa henni einkunn. En eins og svo oft í lífinu þá fer það ekki á þann veg sem planað er. Vjer rúlluðum yfir á Svalbarðseyri og voru aðeins á undan áætlun svo þorpið var aðeins skannað. Kom nú ýmisleg á óvart og á ýmsan hátt er þetta bara hið sæmilegasta þorp og gaman að koma niður að vitanum, virða þar fyrir sjer sýnina.
En að aðalatriðinu sem var auðvitað sundferðin. En vjer komum að luktum dyrum í sundlaug sveitarfélagsins þrátt fyrir að vera eftir auglýstan opnunartíma svo það var bara brugðið á það ráð að skella sjer yfir á Þelamörk. Vissum að hverju við værum að ganga þar. Svo sem lítið hægt að segja um þá laug nema mæla með ferð þangað. En óvænt þar hitti maður fyrir Ómar eða Omma (komma), með konu og barni. Alltaf gaman að rekast á forna V.Í.N.-verja svona á förnum vegi.
Eftir sundferð var rúllað aftur inn á eyrina og lítið markverk gert af því sem af var degi.

En allavega þá má sjá myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!