miðvikudagur, ágúst 26, 2015
Kippt úr Snörunni
Þegar flestir voru svona við það að ná úr sjer draugum Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð ákvað hjóladeildin að hjóla úr sjer þynnkuna í Snörunni. Hittingur var við gasstöðina við Rauðavatn. En þar voru saman komnir:
Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Maggi á Móti á Merida One Twenty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon
Gunni Sig á Trek GF Superfly 100
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy
Síðan sáu Breska Heimsveldið og Japanska Keizaradæmið um að koma oss á réttar slóðir.
Veður var þetta kveld með ágætum og ætíð gaman að hjólast Snöruna. Er vjer vorum á bakaleiðinni þ.e eftir að hafa gjört stuttan stanz við Okruveituskálann hittum við á hóp frá Tind m.a þar var Emil í Kríu með í förum. Þau buðu oss að slást með í för sem og við gjörðum. Varð úr hið sérdeilis aldeilis prýðilegasta kveld og góður hjólatúr.
Sé vilji fyrir hendi má skoða lélegar símamyndir frá kveldinu hjer
Kv
Hjólaheztadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!