mánudagur, ágúst 31, 2015

Í brúðhlaupi: Flöskudagur



Nú einn flöskudag í júlímánúði giftu tveir Flubba sig. Einhverjir hjerna kannast nú við Lambadrenginn hann Sleða-Stebba sem var brúðguminn í þessu tilfelli og gekk hann að eiga Ásdísi eina. Þar sem þau voru með athöfnina á flöskudegi var ákveðið að nýta helgina til ferðalags á suðurlandinu þ.e nýta ferðina austur fyrir fjall.
Eldri Bróðirinn hafði ákveðið að slágst í för með oss í tjaldferðalag og var kauða að sjálfsögðu tekið fagnandi.

En giftingin og veizlan voru haldin á bæ einum í Gnúpverjahrepp og var þetta alvöru sveitabrúðkaup og veizlan í skemmu/hlöðu. En veður var þarna gott og alltaf gaman að komast í útilegu sama svo hvurt tilefnið er.

Nú þar sem brúðhjónin höfðu óskað eftir aurum í gjöf var ákveðið að endurtaka leikinn frá í brúðkaupi Jarlaskáldsins og Tóta nema nú gengum við alla leið og var allt í eins krónu mynd fyrir utan nokkra þúsundkalla sem voru í stærri mynt. Gaman að því og sjerstaklega þegar oss frétti það að það hefði verið vesen að skipta þessu og komið þeim næztum því í vandræði. Tvöfalt grín það.

Jæja ætla svo ekkert að vera tala um fólk sem flestir hjerna þekkja lítið sem ekkert svo bezt er bara að vísa á myndir frá deginum sem má skoða hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!