föstudagur, október 30, 2015
Nesjavellir
Kveld eitt í gústamánuði var smá veðurgluggi nýttur til að skella sjer í léttan hjólheztatúr. Að þessu sinni var haldið í nágrenni við Nesjavallavirkjun og göngustígarnir frá Jarlaskáldinu notaðir til hjólheztareiða undir stykkri leiðsögn Matta Skratta. Við að vísu fórum á tveimur sjálfrennireiðum og skildum þá eftir á sitthvorn staðnum. En allavega þá voru þarna á ferðinni fjórmenningarnir fjórir eða:
Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon 29
og sá Konungur jeppanna um að ferja oss og hjólin
Bergmann á Merida One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800
og sá Silfurrefurinn um að koma þeim á milli staða sem og hjólum
Eftir að hafa skilið Konung jeppana eftir var haldið á Silfurrefnum upp á plan eitt og haldið svo í hlíðar Hengils. Þar var hjólað og hjólin borin upp og síðan rennt sjer niður. Þarna eru mjög svo skemmtilegar leiðir og ýmislegt hægt að bralla. Held að sé óhætt að fullyrða að þanngað á hjóladeildin eftir að koma aftur. Þarna var tekin hringur og komum svo aftur á planið þar sem Silfurrefurinn var lagt. Þar hófust bollalengingjar um hvert fara skyldi en við vorum í kapphlaupi við dagsbirtuna. En allavega þá fórum við kannski ekki alveg beztu leiðina aftur að Konungi Jeppana en allt þetta hafist þó svo að við höfum kannski ekki alltaf verið á single traki þarna. En það kallar bara á tilefni til betrum bóta. Það var svo eiginlega dottið í myrkur þegar vjer komum aftur að Konungi Jeppanna og hjólum ráðað á og síðan Silfurrefurinn sóttur áður haldið var aftur í borg óttans eftir gott hjólakveld.
Nenni einhver að skoða myndir frá deginum þá má sá hinn sama gjöra það hjer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!