mánudagur, október 12, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 8



Þá var kominn upp laugardagur. Þessa helgi var upphaflega ætlunin að vera í hjólhestaferð. En eitthver veðurhræðzla hljóp í fólk og þeirri ferð aflýst. Þess í stað var brugið á það ráð að skella oss í stutta hjólhestaferð.

Ferðin hófst á Víkurskarði en þar á útskotsplaninu, þar sem jólasveininn er, tókum vjer hjólhestana af konungi jeppanna og stigum á sveif niður í Fnjóskadal. Tókum þar vinstri beygu til að hjóla Dalsmynnið að sunnanferðu, eins og sjá má á mynd hjer að ofan var hjólað í gegnum Skuggabjargar-og Melaskóg. Öll leiðin var ýmist á vegi, slóða eða mjög grófum jeppaslóða. Ég ætla amk að mæla með þessari leið fyrir þá sem hafa gaman að hjóla en þetta voru tæpir 26 km frá planinu á Víkurskarði og yfir á Laufás. Ekkert mikið um brekkur uppá við og bara skemmtileg leið í gegnum tvo birkiskóga.

Þar sem Konungur jeppanna hafi verið skilinn eftir við Laufás og við komum þar var ætlunin að skella sjer í sund á Grenivík og að sjálfsögðu að taka þar laugina út um leið. Þegar til Grenivíkur var komið og þá voru skilaboð á dyrinni í sundlauginni þess efnis að þennan tiltekna laugardag yrði lokað eftir 13:30 vegna knattballetsleiks. Svo það var lítið annað að í stöðunni en að halda til baka til Agureyrish og skella sjer þar í sund.

Síðar um kveldið var haldið norður í Eyjafjörð eða til Dallas og farið þar á tónleika í tilefni Fiskidagsins mikla. Já, jú flottir tónleikar og allt það en ekki fannst mjer þeir skemmtilegir en misjafn er smekkurinn.

Svo ef það eru einhverjir áhugasamir þarna úti má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!