fimmtudagur, október 08, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 7



Þá var kominn flöskudagur og má kannski segja að þessi dagur hafi verið hápunktur sumarfríins.
Þennan dag átti sum sé að fara upp að hinu ,,nýja" Holuhrauni. 
Það voru níu manns á þremur bílum sem hittust við Kleinunezti kl:0900 á flöskudagsmorgninum en þar fóru:

Stebbi Twist, Krunka og Skotta á Konungi Jeppana

Foreldrar Krunku á Togaýta Landcruiser

Vinafólk tengdaforeldra Litla Stebbalingsins ásamt tveimur börnum sínum á Togaýta Landcruiser


Eftir hitting var dólað af stað og fyrsti stanz var í Mývatnssveit þar síðasta eldsneytisafgreiðslustöð er og þar var tankað. Þar er líka síðasta nýlenduvöruverzlunin áður en haldið var á hálendið. Alltaf gaman að koma á Mývatn að sumri til því þar sér maður allskonar farartæki frá hinum ýmsum löndum eins og Indlandi svo dæmi sé tekið.  Þegar allir, bæði bílar og fólk, var orðið mett var haldið austur á boginn upp á Mývatnsöræfi. Rétt áður en komið var að Jökulsá á Fjöllum var stefnan sett í suður og þar sem malbikinu lauk þarna var loft úr togleðurshringjum veitt frelsi. Svo var bara ekið sem leið lá í gegnum Hrossaborgir, gegnum hraun og sanda, yfir Geirlandsá og Lindá uns komið var í Hreiðubreiðulindir. Þá var farið að nálgast hádegi svo grillið var dregið upp og ameríkanski hamborgiskí skellt á grillið og étið sem hádegismat. Þar sem allir voru í fríi og engum lá á þá vorum við bara að dóla okkur þarna. Kíktum ma á Eyvindarkofa og veltum fyrir okkur einkennilegu dælukerfi sem þarna er. Svo var barasta að halda för áfram enda allir orðnir saddir og sælir. Næzt var stanzað þar sem Jökulsá fellur ofan þröngt og grunnt gil, skildst að það sé kallað Gljúfrasmið. En amk þess virði að stanza þar og rölta að því.
Á þessum slóðum er ekkert til sem heitir að skreppa eitthvað og allt tekur sinn tíma og eftir ca 2 klst akstur komum við í Drekagil og þar var kominn tími á kaffistanz. Því var hellt upp og tíminn nýttur til að skoða sig um þarna. Sem og að dáðst af bílaflotanum sem þarna var. Gaman að sjá alla þessa flóru af alls konar. Eftir að hafa fengið sjer kaffi og jafnvel kleinu með var loks hægt að koma sjer að lokatakmarkinu sem var auðvitað hið nýja Holuhraun og jafnvel kíkja í nýjasta heitalækinn á landinu. Við Dyngjuvatn vorum við stöðvuð af Landverði á Land Rover sem helt mikinn fyrirlestur um utanvegaakstur.
Svo kom að því að Holuhraunið blasti við og upp úr því stígu gufublóstrar og flott að sjá. Vjer komum svo að hrauninu sjálfu og gengum smá spöll á íslandi nýjsta nýtt. Þegar búið var að taka lækinn sem rann úr hrauninu út skellti Stebbalingurinn sjer í sundfötin, veit sundföt en nú þarf maður víst að vera fyrirmynd og svo var tengdó þarna líka. Já lækurinn var ljúfur og eiginlega bara aðeins og heitur, en hægt var að velja sjer hitastig eftir því hvaða kvísl maður valdi. En sá sem þetta ritar fann sjer góðan stað og hafði það gott þar. Eina sem vantaði var kaldur, hressandi fullorðins svaladrykkur. Svo bara bara farið aftur upp úr og út í bíl. En áður en við yfirgáfum svæðið ,,stálum" við mola af íslandi nýjsta nýtt. Bíðum við nú eftir kæru frá Vatnajökulsþjóðgarði. Ekið var svo bara sem leið lá til baka í Drekagil og þar var, já vitið menn, stutt kaffistop áður en haldið var aftur upp á láglendið og ætluðum við að koma niður hjá Möðrudal. Því var ekið sem leið lá í gegnum Upptyppinga og eins á þessu svæði þá er ekkert til sem heitir skreppur. En seint um kveld ca milli 21-22 ef ég man rétt komum vjer í Möðrudal. Systir samferðafólks okkar var að vinna þar og við heilzuðum upp á hana og allir orðnir svangir því var súpan kærkomin. Þarna vorum við svo sem í rólegheitum og heilzuðum ma upp á Yrðlinga sem þarna eru heimakomnir. Á Möðrudal var gott að vera og held ég alveg óhætt að mæla með amk súpu þarna. Svo er líka spennandi að tjalda þarna einn dag í framtíðinni. Svo var bara ekið sem leið lá í vesturátt uns komið var á upphafspunkt við Kleinunezti þar sem þessum snilldartúr var slúttað.

Alla vega er niðurstaðan sú að vel er hægt að mæla með því að fólk kíkji á ,,nýja" Holuhraun. Vonandi að næzta ár verði þessi lækur ennþá heitur því það var algjör silld að baða sig í honum. Svo er þetta líka áhugavert svæði sem maður er nú ekkert alltof oft að þvælast um

En allavega þá má skoða myndir frá deginum hjer 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!