miðvikudagur, september 02, 2015

Í brúðhlaupi: Messudagur



Messudagurinn kom upp í austri. Eða eitthvað álíka. Ekki var hægt að kvarta undan blíðunni þenna dag frekar en þann á undan. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var komið að því að trítla af stað til byggða. Litli Stebbalingurinn hafði fengið þá hugmynd í kollinn að aka slóða sem liggur meðfram Ytri Rangá þ.e vestanmegin við. Bara svona til að fara ekki alltaf sömuleið.

Þessi leið kom skemmtilega á óvart. Maður hefur góða sýn yfir Rangárvellina, sjer Tindföll og þúsund ára ríki FBSR, sem og Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull. Ekk var svo til að skemma fyrir að sjá aðeins glita í Þórsmörk. Amk skemmtileg leið og vel hægt að mæla með henni eigi fólk á annað borð leið þarna um.

Við komum svo niður á þjóðveg 1 við Hellu. Þá var ákveðið að skella sjer fyrir brúna og kæla sig niður með rjómaís og um leið að slútta helginni. Eldri Bróðirinn fór á Flúðir en við hjónin héldum bara sem leið lá í borg óttans

En sje áhugi fyrir hendi má skoða myndir frá deginum hjer.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!