sunnudagur, júlí 12, 2015

Árshátíðarbaðið



Miðvikudaginn fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarammælisferð var haldið í hið árlega árshátíðarbað í Reykjadal. Líkt og hefur verið síðustu árin hjá voru hjólhestarnir fararskjótarnir. Það var sæmilega fjölmennt þetta árið sem er að sjálfsögðu vel. En þau sem voru þarna á ferðinni voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Krunka á Cube LTD SL
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá Pæjan um að koma oss upp á Hellisheiði en líka fékk Trekinn hanz Sigurgeirs að fljóta með

Maggi á móti á Merida One Sixty 7.900
Elín Rita á Merida One Twenty 7.800
Sigurgeir á Trek GF Mamba
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Og sá Sindý um að koma þeim fram og til baka.

Það gekk bara vel að hjóla þetta en Bubbi lenti í því að sprengja en auðvitað var því kippt í liðinn, ef svo má segja, hratt og örugglega. Síðan var bara farið niður í Reykjadal og allir komust þangað óslasaðir. Þegar komið var niður í Reykjadal blasti við manni hálf skrýtin sjón. En þar er búið að pallavæða alls staðar meðfram læknum og búið að koma upp skilrúmum fyrir fataskipti. Já, hvað varð um Reykjadalinn minn..

En alla vega hverju sem það skiptir þá komust allir í bað, sem var jú megin tilgangur þessarar farar og allir viðstaddir tókst að grjöra sig hreina og fína. Ekki vill fólk vera skítugt og það á sjálfri árshátíðinni. Ónei

Baka ferðinn niður í Hvergigerði gekk að vonum nema hvað VJ náði ekki einni beygjunni og endaði því utan vega. Má hann búast við kæru vegna þess.
Það ætlaði svo ekki að ganga þrautalaust að rata aftur til Hvergigerði benzínstöðinni vegna vegavinnuverkamannaskúra sem voru á leiðinni og þurftum þvi að þræða oss í gegnum eitthvað hoho hverfi. En öllum tókst að skila sér of fóru hrein og fín heim til síns aftur. Allir orðnir spikspenntir fyrir Helginni

Fyrir nennusama þá má skoða myndir frá kveldinu hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!