mánudagur, september 14, 2015

Sumarfrí: Skúraleiðingar



Laugardagsmorguninn kom. Eftir að hafa fengið oss morgunmat sem ma innihelt beikon og kaffi var farið að gjöra klárt fyrir brottför. Dótinu hlaðið aftur í Konung Jeppanna. Nú er allt var að verða klárt til burtfarar heyrðum vjer í þyrilvængju starta og vakti það forvitni og ekki síst þegar maður heyrði að þetta væri tveggja cylendra þyrilvængja. Skömmu síðar sáum við Dauphininn frá Norðurflugi rísa upp og svífa á brott. Síðar kom svo í ljós að þarna var á ferðinni Billi nokkur Hlið. En hvað um það.

Vjer kvöddum svo höfðingshjúin og þökkuð kærlega gestrisnina og gistinguna áður en haldið var í óvissuna. Þ.e við vissum ekkert hvert átti að fara né hvað átti að enda. Vísu voru uppi hugmyndir að kíkja aðeins á Kjöl og jafnvel aðeins í Hagavatn eða miklu heldur á skálann undir Einifelli. Byrjað var á því að kanna aðstæður til tjöldunar í Skjóli. En hætt við það það. Þessi nafngift á tjaldstæði er eitt það mezta rangnefni, bara rétt eins og Hólaskógur, þvi þetta er á algjörum berangri og ekki einu sinni hrísla þar til mynda vott af skjóli. En hvað um það. Vjer heldum bara leið oss áfram upp á hálendi en þá komu bakþankar í Krunku og hún vildi endilega meina að hún hafi komið upp að Hagavatni svo úr varð að kíkja aðeins að Fremstaveri í staðinn. Við ókum bara veginn sem beygir útaf Kjalvegi áður en lagt er í´ann upp Bláfellsháls. Var það fínasti slóði og gjörðum við stuttan stanz í skálanum við Fremstaver. Skoðuðum bygginguna aðeins og kvittuðum í geztabókina svona af gömlum og góðum sið. Síðan var bara að halda til baka á Kjalveg en nú skyldi farið efri leiðin sem endar, nú eða byrjar, uppi á Bláfellshálsi. Sá slóði byrjaði sæmilega en fljótlega varð hann grófari og grófari uns komið var bara í gott jeppó. Gaman að því. Þarna á leiðinni byrjaði að skúra á oss og það meira að segja bara nokkuð hressilega. Svo er þurfti að fara yfir eina sprænu sem var mikið grýtt og með háa bakka heyrðum vjer er afturstuðarinn rakst niður en ekki dugði það til að stöðva för konung jeppanna og haldið var sem leið lá unz endað var uppi á Kjalveg. Hann ókum við svo til baka unz komið var að vegamótunum við Haukadalsheið og þar tekin hægri beygja, ætíð gaman að beygja til hægri í lífinu, og sá slóði farinn alveg þar til endað var á Geysi. Nú er vjer vorum þar á ferðinni fór einhver ulli að benda á afturhlutann hægra megin á Galloperinum en pældi ekkert svo sem í því. Hugsaði hann er örugglega að benda á hvað það er lítið í dekkunum.
Þegar loks við fundum svo stæði við Geysi kom í ljós að hægra afturljósið hékk bara á vírnum hafði greinilega losnað í hamagagnum frá Fremstaveri að Kjalvegi aftur. Því var nú reddað snarlega. En þvílík mannmergð þarna inni á Geysi og við ákvöðum snarlega að forða okkur á brott þegar allir höfðu tæmt blöðruna og jafnvel verðlauna okkur með ís í Efsta-Dal.
Þar sem það var farið að ganga á með ansi hressilegum síðdegis hitaskúrum var svona orðið spursmál hvað við ættum að enda um daginn. Við fórum og fengum okkur í í Efsta-Dal og hægt að mæla með heimsókn þar. Svona túrhesta fjós og heimagjörður ís. En einhvern tíma þarna heyrðum við í Boggu og voru þau þá á leiðinni aftur til Reykjavíkur frá Hvammstanga. Þar sem það rigndi nánast eld og brennisteinn á meðan við vorum, aður en við komum og eftir að við fóum í Efstal-dal kom upp sú hugmynd að enda bara í borg óttans og athuga hvort Bogga og Eyþór myndu ekki bara vilja hitta okkur og elda saman kveldmat. Varð það sum sé niðurstaðan og þannig endaði sumartúrinn 2015 í góðra manna hóp að borða góðan mat

En vilji fólk þá má það skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!