Upp var kominn fimmtudagur og þá bætist í hópinn. Danni Djús og Huldukonan komu og tjölduðu hja oss ásamt sonum sínum þeim Steina og Bjössa. Þegar leið fram að ca hádegi fórum við að koma oss að Laugarás þar sem skyldi skundað í Slakka þar sem skoða átti dýrin. Er þangað var komið fannst oss einn Hrælux þar kunnuglegur og setum vjer smurningarmerki hvort þar væri Viktor, Áslaug og Arnar Þór á ferðinni. Síðar kom í ljós að svo var. En allavega þá fórum vjer um skoðum dýr og hnáturnar leiku sjer líka að dótinu þar. Eftir dýragarðsferð og ís var haldið yfir í Reykholt þar sem sundlaugin var könnuð og kom hún ágætlega út þetta sumarið. Eftir sundferð var bara haldið aftur í Brautarholt og þar farið að huga að kveldmat.
Eftir mat og búið var að koma afkvæmunum ofan í svefnpoka sátum við ,,fullorðna" fólkið áfram með öl og spjölluðum um hitt og þetta en samt aðallega ekki neitt.
En það má sjá myndir frá deginum hjer
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!