miðvikudagur, september 23, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 2



Þá var kominn messudagur norðan heiða, sem og sjálfsagt annarsstaðar á landinu.
Dagurinn byrjaði á því að skreppa að Ystu-Vík. Sem sjálfsagt vekur upp minningar hjá Blöndahl og Jarlaskáldinu frá 2002. En hvað um það. Þar átti að dífa girni í vatn og reyna vekja upp veiðieðlið. En í stuttu máli er þarna fiskeldi og seld veiðileyfi í nokkrar tjarnir sem þar eru og er allt skaffað og líka beitu. Við við náðum þarna fjórum kvikindum af regnbogasilungi og aðeins er greitt fyrir veiddan afla, 1500kr/kg og maður fær bara flakað, tilbúið á grillið. Í kveldmatinn var sum sé regnbogasilungur. Sæmilegt það.

Síðan um kveldið héldum við niður í bæ á útitónleika sem þar voru. Til að vera alveg hreinskilinn með þá er ekkert gott hægt að segja um þá. Lélegt lineup skelfilegt hljóðkerfi sem var svo toppað með slappri flugeldasýningu. En eftir þetta allt saman komum við við á Pósthúsbarnum og fengum okkur einn kaldan, hressandi fullorðins svaladrykk á meðan bílstjóri kveldsins sá um að koma öllum til síns heima

En burtsjeð frá því öllu þá má skoða myndir frá deginum hjer

2 ummæli:

Talið!