föstudagur, október 02, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 6



Fimmtudagur kom og framundan var fimm í fötu. En alla vega byrjaði dagurinn á því að vjer röltum í Lystigarðinn á Agureyri þar sem Skotta fékk aðeins að hlaupa um og skemmta sjer síðan að vanda enduðum á kaffihúsinu. Á leið oss í lystigarðinn urðu á vegi oss nokkrir áhugaverðir bílar. Gaman að því.
Um kveldið var svo komið að einu. Litla Stebbalingnum hafði verið boðið að koma með á fjallahjólaæfingu hjá Hjólreiðafélagi Agureyrish. Það var hist við Hrísalund, sem ætti að vera kunnuglegur staður frá skíða-og menningarferðum V.Í..N til Agureyrish í gegnum árin. Þar voru saman komnir 5 sálir sem hjóluðu svo sem leið á í Gamla, sem er gamall skátaskáli fyrir ofan Kjarna. Þar var komið inn á brautina og henni fylgt niður í og gegnum Kjarnaskóg. Mikið fjari var það skemmtilegt og gaman að fá að vera með þeim kauðum þarna. Þetta er eitthvað sem hjóladeildin þarf alvarlega að skoða að fara í hjólaferð til Agureyrish. Ekki lengur bara skíðabær

Svo má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!