miðvikudagur, júlí 10, 2013

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðarskýrzla 2013Líkt og mörg undanfarin ár var stefnan tekin á Bása á Goðalandi um síðustu helgi til að fagna þar fyrstu helgin í júlí. Eitthvað voru veðurguðirnir ekki á sömu hillu og við hin, enda er Ingó hálfviti, en þrátt fyrir það vorum við nokkur sem létum spámenn ríkzins ekkert tala okkur af því að halda innúr. Enda höfðum við endalausa trú á því að þarna myndi verða sól og blíða. Brekku-Billi hafði verið í Básum frá ca 1500 og við litla Fjölskyldan komum milli 19:30 og 20:00. Okkur til mikilla leiðinda var skilti við flötina okkur sem stóð ,,no camping" og á hinum endanum voru einhver sirkustjöld og norsk tjöld með fúlum túrheztum innan borðs. Svo ekki var hægt að planta sér niður þar en við skelltum okkur bara niður í næzta rjóðri og þar fengum við bara meira skjól.
Það er alveg óhætt að fullyrða að það hafi rignt eld og brennisteinn á leiðinni inneftir. Á tíma fékk maður bara regnið fjúkandi á móti manni. Líkt og eðlilegt má telja var eins meira í ánum en oft áður en samt ekkert ofur. Reyndar var ekkert svo mikill rigning þegar við settum upp tjaldið. En hvað um það. Rétt eins og tjéllingin sagði þá styttir öll él upp um síðir og átti það svo sannarlega við. Það stytti upp og það sem meira er það sást aðeins til sólar. Svo gerði reyndar góða skúra inn á milli. Þegar líða fór á kveldið fór að tók aðeins að fjölga en ekki var það mikið. Mjög tómlegt í Básum þetta kveldið. Góli og frú mættu á Yankee Monster og komu sér niður í nágrenni við okkur. Góðkunningar tjalda með oss eins og bara í gamla daga. Svo birtist Bergmannklanið með sína tvo tjaldvagna. Það hafðist að koma þeim fyrir. Kvöldið var svo bara frekar rólegt en mezt allt kveldið sátum við í partýtjaldi þeirra Graðabæjarskáta og sötruðum það öl og sögðum sögur.

Á laugardagsmorgni hafði stytt upp og er það vel. Nú fór aðeins að týnast inn fólk. Bæði gildir limir sem og góðkunningar oss. Matti Skratti og Addi voru manna árrisulir úr bænum og því mættir fyrstir á Patta með hjólheztana á toppnum. Voru þeir með áætlarnir um að skella sér upp að Gosstöðvum og hjóla svo niður. Þetta gjörðu þeir og það tvisvar.
Eldri Bróðirinn var svo næztur á svæðið og fékk kauði far með come on Viktor og Áslaugu á Bláu þrumunni. Fljótlega eftir það símaði leynigesturinn í oss og þá var kominn tími að halda til móts við þá og pikka þá upp. Þar er auðvitað verið að tala um sendiherra oss í Svíaríki og var frumburður þeirra sendiherrahjóna með í för. Ekki vorum við Billi komnir langt eða bara að Hvanná þegar smá vandræði hófust. Hvannáin hafði grafið sig hressilega og var ansi hressandi ál í henni sem náði upp fyrir húdd á Rex. Þar bleyti kauði sig og gekk því mjög tussulega. Þar sem við Billi biðum í grunna hlutanum á Hvanná með dautt á bílnum símaði maður í Eldri Bróðirinn og óskaði eftir aðstoð. Ekki klikkuðu félagarnir frekar en fyrri daginn og brugðust skjót við. Reyndar þegar þeir komu hafði mér tekist að koma Rex í gang og upp á þurrt en samt gekk hann nú ekki alveg á öllum. Það var bara ekkert annað að gjöra nema þerra kauða. Til að komast svo aftur yfir Hvanná var spotti hengdur aftan í Gullvagninn og til öryggis hafður á milli yfir. Gullvagninn dró svo Ken líka yfir og Bláa þruman fór á undan Sindy með spotta á milli. Allt gekk vel nema það að Eldri Bróðirnn óð þrisvar yfir og var óvart skilinn yfir á hinum bakkanum þegar allt action var búið. En eitt verkefni var eftir sem var að pikka Tiltektar-Togga upp og fór Viktor í það verkefni. Fær hann beztu þakkir fyrir það. Svo var bara farið að huga að kveldmat og öllu því sem því fylgir. Reyndar kíktu svo Eyþór og Bogga í stutta heimsókn á Lata Róbert en þau voru bara á rúntinum og höfðu ma kíkt upp í Tindfjöll. En hvað um það. Eftir að fólk var búið að borða tók bara við almenn höld en þetta var nú samt allt frekar í rólegri kantinum svona m.v mörg undanfarin ár.

Auðvitað var svo sól og blíða á messudag. Fólk helt bara áfram sínum almennum rólegheitum en að vísu var stuttur göngutúr yfir í Litla Enda og upp tröppurnar á Bólfelli. Það tókst að rífa tjöldin niður í þurru og pakka þeim saman. Síðan var bara raðan í bíla og ekið í halarófu niður að Stóru-Mörk. En skemmtilegt var svo að skrölta yfir gömlu Markarfljótsbrúna aftur eftir langa bið. Helginni var svo slúttað með ís og kaffi á Hvolsvelli.

Þessi Helgi klikkaði ekki frekar en þær fyrri þó svo að veður hafi verið betra en þá var félagsskapurinn betri.

En alla vega þá má skoða myndir frá Helginni hér

2 ummæli:

 1. alveg hreint prýðis fín helgi. Mörkin alltaf jafn mikil snilld.

  Strákarnir eru enn að tala um Óla á nærbuxunum í ánni, klárlega hápunkturinn hjá þeim.

  Kveðja

  SvaraEyða
 2. Sammála með þetta hafi verið sérdeilis aldeilis prýðileg helgi.

  Gott að það þarf ekki mikið til gleða drengina. Nóg var nú að gera hjá þeim allan tímann

  SvaraEyða

Talið!