mánudagur, júlí 08, 2013

Helgarútilega



Nú þegar Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð, sem reyndar var haldin í Básum á Goðalandi, fór fram um rétt liðna helgi rættu Maggi á móti og Litli Stebbalingurinn aðeins komandi helgi. Eina sem var ákveðið var að stefna á útilegu. Þar kemur reyndar Snæfellsnes sterklega til greina, svona ef spámenn ríkzins verða í góðu skapi, en auðvitað fer eftir hvernig það kemur til með að viðra hvernig endanleg ákvörðun verður tekin með áfangastað. Auðvitað eru allir áhugasamir, jafnvel líka þeir sem ekki hafa áhuga, sem og allir aldurshópar velkomnir með. Þetta skýrist allt vonandi þegar nær dregur komandi helgi

Kv
Tjaldbúarnir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!