sunnudagur, júlí 07, 2013

Sumarfrí 2013: Níundi kafli



Mánudagurinn 10.06 rann upp og viti menn, hann var jú bjartur og fagur. Það hafði verið ákveðið kveldinu á undan að kallarnir í bústaðnum skyldum halda á Samgöngusafnið á Ystafelli á meðan kvennþjóðin myndi sá um almenn bústörf á meðan. Það var bara ekið sem leið lá lengri leiðin að Ystafelli. Þar var einhverjum klst eydd við að skoða gamla bíla sem og spjalla við staðarhaldara. Þar sem það var mjög lítið að gjöra þennan dag fengum við að kíkja á Hælisbílinn sem er í uppgjörð. Eftir bílana gerðum við stuttan stanz við Goðafoss svona til að gjöra samanburð m.v flöskudaginn þá var reyndar tækifærið nytt í að grípa eins og einn ís úr vél eða svo. Bakaleiðinni tókum við rúnt um sveitina í Aðaldal svona til að lengja aðeins í. Svo tók bara eldamennska við
Svo er kvelda tók þá skelltum við Krunka okkur í baðlaugina við Kaldbak og létum gullfiskana þar narta aðeins í tærnar á okkur. Viss vonbrigði að finna hvergi krókudíla sem þarna eiga að leynast.

En það má skoða myndir hér en bezt að vara við að þetta er meztmegnis bílamyndir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!