mánudagur, júlí 01, 2013

Geysir



Þegar fór að draga nær síðustu helgi gerðu spámenn ríkzins okkur þann greiða þá batnaði spáin með hverjum degi sem nær dró helginni. Við hjónaleysin höfðum líst yfir áhuga að bregða oss úr bænum svo eins og eina nótt. Þegar leið á flöskudag var sú pólitíska ákvörðun tekin að fara bara á laugardag og vera yfir á sunnudag. Eftir að hafa lagt hausinn aðeins í bleyti var komist að þeirri niðurstöðu a halda á Geysi. En stór hluti að þeirri ákvörðun var auðvitað sú að hér á bæ var fjárfest í útilegukortinu fyrir sumarið og er Geysir inni í því. En hvað um það.
Við lögðum í´ann um hádegi á laugardag með stefnun á gullna hringinn en gjörð viðkoma í Mosó til að tanka og koma við í nýlenduvöruverzlun. Ferðin austur gekk stóráfallalaust fyrir sig sem og að finna gott tjaldstæði og koma upp ,,sumarbústaðanum". Það má alveg fullyrða að þetta tjaldsvæði kom okkur þægilega á óvart og má alveg mæla með því. Sérstaklega skal taka það fram að bezt að koma sér fyrir sem næzt hverasvæðinu þrátt fyrir hallanda þar. En hvað um það.
VJ hafði líst því yfir að þau hefðu hug á tjaldferð en svo kom í ljós að allt útilegudótið þeirri var ,,týnt" ofan í geymslu svo þau breytu útilegu yfir í dagsferð. Meira að því síðar
Þetta var allt saman óskaplega rólegt hjá okkur. Tókum rölt um tjaldsvæðið, hverasvæði og fórum svo að lokum að leiksvæðinu þar sem Skotta fékk að reyna rennibraut og rólu. Að vísu hvar ekki farið í rólustökk með þá stuttu enda ekki ennþá búin að ná hvorki lágmarksaldri né hæð. Svo tók bara grillmennska við. Eins og áður kom fram var þetta allt saman frekar rólegt og þægilegt hjá okkur. Það sem var líka skemmtilegt um kveldið og nóttina þegar maður lá í tjaldinu þá heyrði maður í Strokki gjósa.
Á sunnudagsmorgninum var áframhaldandi leti og nenntum við ekki strax á fætur heldur láum við bara í chilli inni í tjaldi í blíðunni. Þegar svo VJ símaði var spurði leiðar að oss var ekki lengur til setunar boðið og maður hundskaðist loks á labbir. Nánast um leið renndu VJ, HT og TSV í hlað hjá oss. Eins og íslendinga er siður bauð maður gestum upp á kaffi og köku. Svo var svo sem eiginlega bara notið veðurblíðunnar en að sjálfsögðu var svo tekið rölt. Við kíktum í Haukadalsskóg vopnuð sitthvorri torfærukerrunni, þar er prýðilegasta aðstaða og vel hægt að skrölta þar reyndar vantaði bara neztið. Er hringnum var lokið beið okkar pulsupartí við tjaldið. Svo fljótlega eftir það var farið að huga að brottför og var skemmtilegt að fá þetta heiðursfólk í heimsókn og bralla aðeins með því yfir daginn. Eftir tiltekt var bara ekið heim og auðvitað tókst manni að fara hring.

Auðvitað var myndavélin með í för og má sjá afraksturinn hér. (smá viðvörun því fullt að barnamyndum eru þarna og ekki víst að allir hafi gaman að því

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!