mánudagur, júlí 15, 2013

Sumarfrí 2013: Ellefti kafli

12.06.13miðvikudagurinn 12.06 rann upp. Það þarf varla að koma neinum sem hefur lesið hina kaflana að veður þennan dag var með ágætum. Þennan dag var ætlunin að halda á Mývatn og hafa hjólheztana meðferðis. Eftir að Skotta hafði lokið við morgunlúrinn var ekið sem leið þá austur í Mývatnssveit. Reyndar var lognið á smáhreyfingu þennan dag og það sem meira það virtist sem það gæti gjört skúraleiðingar. Við byrjuðum að halda að Kröflu bæði hólnum og virkjunin. Kíktum aðeins í gestastofuna í Kröfluvirkjun og kom þaðan út margsfróðari um gufuaflsvirkjanir. Það var svo sú pólitíska ákvörðun tekin að skoða Dimmuborgir og jafnvel skella pulsum á grillið þar. Það var reyndar það fyrsta sem við gjörðum þe að skella pullum á grillið og éta. Þegar allir voru mettir tókum við litla fjölskyldan skoðunarferð um Dimmuborgir. Óhætt að fullyrða að torfærukerran hafi verið peninga virði þarna á stígnum sem við fórum til að taka hringinn. Er við komum aftur á bílastæðið skelltum við okkur í hjólheztagallann og stígum á sveif stutta stund uns komið var að Skútustöðum. Ekki kannski lengsti hjólatúrinn en engu að síður hressandi. Við Skútustaði skelltum við hjólheztunum aftur á hjólheztagrindina og heldum til baka sem leið lá aftur í bústaðinn.

Alla vega þá eru myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!