Þriðjudagurinn 11.06 kom, líkt og aðra daga þar á undan var ekki hægt að kvarta undan veðrinu. Það höfðu verið upp pælingar með að fara austur á Mývatn þennan dag. Þar sem litli farþeginn hafði sofnað seint þennan morgun og þá ákveðið að sofa lengur en vanalega var aðeins breytt útaf áður auglýstri dagskrá. Þar sem það var farið að líða á daginn svo ekki tók því að kíkja austur yfir á Mývatn þá tókum við bara rúntinn um sveitina. Skoðunarferð var gjörð að Laxárvirkjun og það verður að segjast að þar er eitt það glæsilegasta virkjunarstæði á landinu, jafnvel þó víðar væri leitað. Það var aðeins rölt upp með ánni þarna og aðeins gægst inn um glugga á virkjunni til að sjá rafaflana þar.
Eftir þetta var áfram ekið um sveitina uns komið var að Grenjaðastöðum. Vorum reyndar svo seint á ferðinni að safnvörðurinn þar leyfði okkur aðeins að reka þar inn nefið áður en kauði skellti í lás. Er við nálguðuðumst bústaðinn var tíminn orðinn það áliðinn að við nenntum ekki að standa í eldamennsku heldur kíktum við aðeins til Húsavíkur og brugðum okkur á Gamla Bauk niðri við höfnina.
Eftir að kvelda tók og Skotta var sofnum brugðum við hjónaleysin okkur í stuttan hjólheztatúr sem var ansi hressandi
Annars eru myndir frá deginum hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!