sunnudagur, júní 30, 2013

Sumarfrí 2013: Áttundi kafli

09.06.13




Messudagurinn 09.06 rann upp og olli hann ekki vonbrigðum veðurfarslega frekar en hinir dagarnir. Þar sem gamla settið mitt var mætt á svæðið lá leið oss yfir í Enn-Þingeyjarsýzlu þar sem m.a átti að sýna Skottu ættaróðalið og nú höfðum við innfæddan leiðsögumann. Ekki amalegt það. Nú eftir þessi hefðbundu morgunverk sem að sjálfsögðu fela í sér Mullersæfingar var lagt í´ann austur á boginn. Þegar við vorum svo gott sem komin yfir Tjörnesið var stanzað á útsýnisstað og horft aðeins yfir Kelduhverfi og Lón. Svo vildu nú hluthafinn endilega sýna okkur fiskeldið Rifós þar sem áhugaverð bryggja er brúkuð. Fer ekki ofan að þeirri skoðun að bæjarstæðið fyrir Sultum sé eitt það flottasta á landinu og sannfærðist enn frekar nú er við kíktum þar.
Nú var komið að hápunkti dagsins þ.e að líta ættaróðalið augum og kynna það fyrir Skottu. Við renndum í hlað og gengum svo að húsinu og í kringum það. Heyrðum margar áhugaverðar sögur og útskýringar. Eftir myndatökur og allt sem því tilheyrir lá leiðin áfram inní Ásbyrgi.. Gaman var að skoða geztamiðstöðina og sjá þar forlátan Ericson sveitasíma upp á vegg sem tíma þeirra sem hafa sigrað Jökulsárhlaupið. En þar fengum við líka þær upplýsingar að ekki væri fært vestan megin við Jökulsá niður á Þjóðveg1 svo þar fór hringförin okkar. En hvað sem því leið þá lá leið oss inní botn Ásbyrgis þar sem við snæddum hressingu á samkomuflötinni. Síðan kíktum við aðeins inn að tjörn til að skoða brabra og fiskanna, á bakaleiðinni  röltum við einhvern fræðslustíg aftur inná bílastæði. Svo áður en haldið var til baka í bústaðinn var gerður stuttur stanz á Ísaki, kauði var reyndar hvergi sjáanlegur, til kæla sig niður með ís fyrir ökuferðina.
Er í bústað var komið tók bara eldamennska við ásamt spjalli og bjór.

Ef einhver nennir að skoða myndir frá deginum má gjöra það hér

1 ummæli:

  1. Það væri kannski vel til fundið einhverntíma í framtíðinni svona ef einhver af hlaupagikkum V.Í.N skyldi detta það í hug að taka þátt í Jökulsárhlaupinu. Þá væri ráð að fjölmenna í stuðningsmannalið og tjalda í Ásbyrgi, Skúlagarði eða Lundi. Finna sér svo eitthvað sniðugt að gjöra þarna í nágrenninu. Þetta telur amk Litli Stebbalingurinn vera hugmynd sem megi alveg skoða

    SvaraEyða

Talið!