fimmtudagur, október 03, 2002

Um helgina var Flugröst opin fyrir fyllibyttum og að sjálfsögðu lá leið VÍN verja á staðinn, við höfum nefninlega einstakt lag á því að þefa uppi ókeypis áfengar veigar. Eftir afmæli hélt hluti hópsins (þe. sá hluti þeirra sem í afmælinu voru sem eru gegnheilir fylkismenn) á Fylkisball á Grand Hótel. Segja þeir sem til þekkja að stemmningin hefði verið gríðar góð, jafnvel þó sumum endist ekki minni til að muna eftir allri stemmningunni á svæðinu, enda Fylkir nýbúnir að hampa Coca Cola bikarnum. Áfram Fylkir!
Vill VÍN hérmeð koma á fram þakklæti til þeirra sem að partýinu í Flugröst stóðu, þe. Nóra og Dengsa og auk þess vill VÍN nota tækifærið og óska Nóra til hamingju með nýju gleraugun sín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!