miðvikudagur, október 30, 2002

jæja bíddu nú við hvar var ég...jú í önglinum. Góður félagi þarf að míga og hafði hann lofað því að inn skyldi nú snúa hið fyrsta. Ekkert bólaði á honum svo sekúndum skipti og voru menn farnir að hafa áhyggjur af honum. Fnæsingurinn barði kofann að utan og voru menn farnir að velta því fyrir sér hvort hann hefði fengið hjartáfall við að viðra á sér litla vininn fyrir framan Kára sem miðað við kuldadjöfilinn var í miklu stuði. Nei ekki var það nú svo gott(eða vont eftir því hvernig þú lítur lesandi góður á málið) því þegar út var komið hafði ferðafélaginn þreytti troðið sér inní Toggapabbabíl á nýjan leik og lamdi þar ímyndaðar húðir af miklum móð við háværa músík sem úr kagganum barst. Voru náttúruhamfarirnar slíkar að unun var á að horfa og sannaðist hið fornkveðna (eða alla vega eitthvað kveðna!!) "þá sjaldan telst maður dauður þá er trommað getur"
Eftir þetta gerðist nákvæmlega ekki rassgat.
Talandi um rassgat því þegar vaknað var (eins og talandi um kamarinn í Emstrum...þið sjáið tengslin ég held rauða þræðinum í sögunni!!! hvað er þetta kallað í íslenskunnni Nóri??) þá þurfti sá sem þetta talar (eða skrifar) að heimsækja kofa einn ekki svo langt frá því matarbyrgðir gærkvöldsins voru farna að ulla (var þetta í 368 skipti í þessari ferð sem undirritaður þurfti að bregða sér úr partýi í þessum erindagjörðum.....að fróðra manna sögn....ein spurning hver nennir að fylgjast með klósettferðum???). Sá fær ekki mörg prik. Greinilega langt um liðið síðan hann hafði verið þrifinn og var ekki langt í að hann myndi springa!!!!. Var undirritaður manna fegnastur að vera sloppinn úr prísundinni.
Svo var ekið að Langasjó. Lítið fréttnæmt gerðist þar nema ef vera skyldi að við keyrðum í vatni þar sem Toggapabbabíll fékk nýtt hlutverk sem ísbrjótur. Var það helvíti hressandi.Einnig skal það nefnt að þetta svæði er alveg viðbjóðslega fallegt. Vatnajökull skammt frá og sást í Hvannadalshnjúkinn og fleiri góða tinda.
Eftir áningu í Sveinstindi þar sem etið var og smá jeppó var komið að Landmannalaugum. Þar var krotað í gestabók eins og alls staðar þar sem við komum held að nöfn okkar hafi fyllt hátt á annann tug gestabóka í þessari ferð. Svo var druslast í laugina sem var ekki í stuði og er Suðurlandsskjálftanum ógurlega sem lagði borg og bý í rúst hér árið 2000 kennt þar um. Svo var komið í Hrauneyjar go svo heim.
Má vera að ég sé að gleyma einhverju en mér er skítsama þarf að fara að vinna og læt þetta þetta nægja í bili
Góðar stundir
P.s. ferðafélagar voru Toggi,Maggi,Stebbi,Nóri, Viggi og svo undirritaður og held ég lesendum spikspenntum enn um hver sé öngullinn....fylgist með næst það er aldrei að vita að maður láti upplýsingarnar frá sér!!!
Þeir sem telja sig vita hver er hripi bara eitthvað niður í öskrið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!