laugardagur, október 05, 2002

Fór í gær í kvikmyndahús að sjá Insomnia. Myndin stóð að mestu leyti undir væntingum. Það sem kom mér helst á óvart við myndina er að söguþráðurinn er ekki afturábak og sögupersónurnar þjást ekki af meiriháttar minnisleysi. Reyndar verður að játa að í lokin verður myndin nokkuð væmin (næstum því jafn væmin og Shregg-bloggið og þá er nú mikið sagt!) en það er bara nokkuð sem maður verður að sætta sig við þegar amerískar kvikmyndir eru annars vegar. Þrátt fyrir það get ég fyllilega mælt með myndinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!