miðvikudagur, október 16, 2002
Sá í fyrsta skipti í gær þáttinn Piparsveininn (The Bacelor) á Skjá einum (ekki seinna vænna). Þar sem þetta var síðasti þátturinn í þáttaröðinni var komið að kallinum (man ekki hvað hann heitir, en virðist vera amerísk útgáfa af Loga Bergmanni Eiðssyni, þó að því undanskildu að hann virtist hafa nóg af dollurum á milli handanna, þannig að við köllum hann bara hér eftir Loga) að velja hvaða stúlku hann ætlaði að trúlofast. Verð að játa að það var nokkuð auðvelt að setja sig inn í vælið og væmnina í þáttunum og ég var alveg sammála kallinum um kelluna sem hann valdi (veit held ekki hvað hún heitir en virtist vera bústin útgáfa af Britney Spears, þannig að hér eftir köllum við hana Britney), hin kellingin virtist bara svo leiðinleg greyið. En ég mæli með því ef þið hafið ekkert annað að gera en að horfa á Granna (þetta á sérstaklega við um einn einstakling í hópnum, væntanlega af því að hún er ekki piparsveinn!!), ekki sleppa því fyrir The Bachelor. Annars veit ég ekki alveg hvað ég er að tala um hérna á VÍN-blogginu, ég er sennilega kominn út fyrir öll velsæmismörk VÍN-verja og út í einhverja algera steypu. Greinilegt að maður er farinn að skrifa hérna hvað sem er bara til að skrifa eitthva, best að koma sér heim og horfa á leikinn! Áfram Ísland burt með Atla Mikson!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!