Jæja það er ekki búið að heyrast í okkur í nokkurn tíma, því kemur ferðasagan hér í smá máli.
Brottför frá Heiðarási á föstudeginum um 21 leytið (Þurfum að bíða eftir næst minnsta stúf og stóra stúf). Þaðan lá leiðin beint á Hvolsvöll þar sem 190 kr pylsan var borðuð með bestu lyst. Eftir hana var keyrt beinustu leið í Emstrur þar sem gist var.
Snemma á laugardagsmorgni var liðið ræst og komið sér út í bíla. Úr Emstrum var stefan sett á Skófluklif þar sem Útivist er að byggja stórglæsilegan skála. Eftir að hafa dást aðeins að þessum skála voru bílarnir ræstir og haldið að stað í Álftavatnaskróka, mættum við þangað aðeins of snemma til að hefja drykkju. Því var stefnan núna sett á Skælinga og mættum við þangað um 18 leytið ,þar sem er alveg þræl góður skáli. Þar hófst svo át-veisla að hætti VÍN með tilheyrandi feitu keti og öli.
Mjög snemma næsta morgun var vaknað skálinn þrifinn og keyrt sem leið liggur inn að Langasjó og Sveinstindi þar sem snætt var. Eftir það var tekin einn ein stefnan og núna var hún sett á Landmannlaugar í 100m sprett lella hlaup. Sem tókst með eindæmum vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!