Dagskrá VÍN um helgina er eftirfarandi:
Brottför kl 19:00 frá Heiðarási. Þaðan er stefnan sett eitthvað áleiðis upp Fljótshlíðina líklega inn í Emstrur eða eitthvað lengra þar sem gist verður. Á laugardeginum er stefnan sett á Álftavatnskróka, Sveinstind eða Skælinga eftir því hvernig stemmningin er.
Sunnudagurinn fer í að dóla sér heim og skoða merkilega hluti á heimleiðinni......og ekki er veðurspáin að spilla fyrir helginni þannig þetta lýtur þræl vel út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!