fimmtudagur, október 10, 2002

.........Hvað er að gerast núna, veðurstofan spáir ekki rigningu fyrir helgina, það hefur ekki gerst svo lengi að elstu menn munu bara ekki eftir örðu eins. Því eru flest allir vínverjar með höfuðið í bleyti um hvert skal halda um helgina. Sú frumlega hugmynd um að fara í Landmannalaugar kom upp .......... en því miður er kominn biðlisti í skálann um helgina. Það er ófært inn í Þórsmörk vegna vatnavaxta.

Þannig nú er það spurning um að velja skynsemina eða Hverfisbarinn eins og nafni minn kvað um.
................Ég styð skynsemi en hvar á að stunda hana ?

Tillögur sendist á Magga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!