mánudagur, október 07, 2002

Skellti mér, ásamt vinnufélögunum, í GoKart á laugardaginn og verð ég eindregið að mæla með því við alla spennufíkla. Var í harðri baráttu allan tímann og ég held að framúrakstrarnir hjá mér hafi verið um 7 í keppninni. Reyndar var keyrt fram úr mér 5 sinnum þannig að ég náði að vinna mig upp um 2 sæti. Eftir GóKart fórum við í afslöppun í Bláa Lóninu. Bláa Lónið klikkaði ekki frekar en fyrri daginn (ég tala nú ekki um eftir GóKart og nokkra bjóra). Um kvöldið var svo farið út að borða á Einari Ben og var maturinn þar með ágætum. Kíkti á fjóra skemmtistaði aðfaranótt sunnudagsins og einhverra hluta vegna var lokuðu þeir allir á meðan dvöl mín þar stóð yfir. Það kom mér á óvart hversu mikið fjölmenni var á Nasa en hins vegar var fátt sem kom á óvart á Kaffi- og Hverfisbarnum (enda er ég orðinn einum of tíður gestur á þessum stöðum). Ég endaði svo kvöldið (morguninn) á að skrölta á 22 og berja á dyrnar í uþb. hálftíma til að láta önugan dyravörð hleypa mér inn, en ég var ekki fyrr kominn inn en slökkt var á tónlistinni og dyraverðir staðarins sópuðu gestum hans út!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!