þriðjudagur, október 29, 2002

Þá er komið að kryddi í góðan kviðling nafna míns.
Eins og hann komst að orði var ekki lagt af stað í fínan túr fyrr en efitir dúk og disk og var mér (stóra stúf) og Stebba (minnsta stúf) auk bíls sem skv. eiganda er dvergur með tröllatyppi, kennt þar um. Þeim sem lesa er bent kurteisislega á að ferðafélagar voru svona hér um bil 34 sek á undan okkur í Heiðarásinn þannig að ef einhver vill kenna okkur um þá er það fint en ég hlusta ekki á það.
Nú pylsan á Hvolsvelli smakkaðist prýðilega eins og vanalega enda ekki amalegt að láta gelgjur dauðans afgreiða sig og hlusta svo á bestustu hljómsveit spila á tónleikum (þeir sem til þekkja vita hvað gæðaband ég er að tala um)
Í Emstrur var komið eftir að hafa týnst og skal góðum ferðafélögum bent á að það er ágætisregla að stoppa á þegar beygt er út af vegi og inn á slóða sem er ekki merktur. Þeir taka það til sín sem eiga en þetta hafðist allt saman að lokum. Það skal tekið fram að þeim sem á undan komu í Emstrur (þeir eru nú ekki alveg vonlausir) þeim hafði með ágætum tekist að hita upp kamarinn.
Talandi um kamarinn, áður en lagt var af stað úr Emstrum þá fóru tveir VÍNLIÐAR og fallprófuðu rótþrónna með kofanum á og fær það toppeinkun (ólíkt skíthúsinu í Skælingum sem vikið verður að á eftir). Þessi rotþró var björt, rúmgóð og hentar af vel í meðferð fyrir þunglyndissjúklinga. Sérstaklega mæli ég með því að steinum sé grýtt í húsið eins og minnsti stúfur gerði í gríð og erg þegar verpt var. Það kemur svo skemmtilegt tunnuhljóð í húsið.
Nú í Skófluklif var áð og dáðst að skálanum eins og Jarlinn af Jöklafoldi komst að orði. Áður en að því kom hafði nákvæmlega ekkert gerst nema ef vera skyldi sandstormur af stærri sortinni sem gerði menn, konur og heimilisdýr alveg blind um stund en vegurinn fannst að lokum. Okkur sem þarna vorum á ferð þótti æði hreint merkilegt hvað maður er fáránlega nálægt Mýrdalsjöklinum á Mælifellssandinum. Það er varla 10-15 mín akstur upp á jökulinn.
Fátt markvert gerðist áður en komið var í Álftavatnakróka nema Toggi gerði heiðarlega tilraun til að drekkja Toggapabbabíl í Hólmsánni en tókst ekki. Annað sem vakt athygli ferðalanga var hversu allir vegir voru rosalega skornir og illa farnir. Var vatnsveðri miklu sem um svæðið hafði arkað 2 vikum áður kennt þar um.
Að endingu var komið í Skælinga og eins og VÍN-liða er von og vísa var farið að éta og bæta á belginn á sér. Síðan var örlítil drykkja sem þó ekki var meiri en svo að menn voru lagstir til hvílu uppúr 02:00. Einhver nefndi þetta sænsku aðferðina: byrja snemma og hætta snemma.....ég kaupi það og legg ég til að í framtíðinni verði þetta nafn notað ef drykkjan er í civilseraðri kanntinum (má leiða að því líkum að við þurfum ekki að nota þetta nafn oft!!!!)
Einn félagi tók reyndar allhressilega á því skv gamalli venju (þó svo að um ofneyslu áfengis hafi ekki verið að ræða.....þeir sem með voru i för skilja hvað ég er að fara) því eftir drykkju lauk með slurpi af strohi þá var haldið út í bíl og hlustað á takfasta músík og reynt að dilla sér við (gekk nú eitthvað hálfilla við 6 í Toggapabbabíl sem rúmar 7 max...ég veit bara ekki af hverju þetta stafar!!!). Víkjum aftur að félaga vorum og hættum að tala um þetta dansidótarí (við þurfum aðeins stærri sali undir slíkt). Eitthvað var Óli Lokbrá að stríða honum því öngullinn var kominn í hann (öngull= liggur sofandi fram á hnén á sér og hreyfist ekki spönn frá botni) í hann. Tekin var sú diplómatiíska ákvörðun að drusla manninum inn sem var og gert. Ekki vildi hann til hvílu leggjast heldur kváði hann við að hann þyrfti að losa sig við bjórinn.....framhald á morgun heimilsfólk hér þarf víst að sofa þó svo að enginn öngull sé komin í þau.....enda erum við ekki í Toggapabbabíl

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!