Helgin.......05-06 okt.
Jæja þessi helgi fer nokkuð hátt í einkunn yfir skemmtileg heit. Vaknað var kl 06:00 á laugardagsmorgun til að koma sér niður í fbsr-hús. Þaðan var stefnan sett á Gígjökul í ísklifur. Sem heppnaðist alvegmeð eindæmum vel þennan daginn, það var um 15 stiga hiti á jöklinum, bongó blíða og fullt prílað þennan dag ...sem sagt alger snilld.
Eftir laugardagsprílið var stefnan sett í Tindfjöll til að hitta B1 sem var í sinni árlegu rötunarferð. Gist var í Tindfjöllum í þessu hífandi roki yfir nóttina (sem betur fer vorum við í skála).
Á sunnudeginum var ekki alveg eins gott veður á jöklinum, rok og rigning þannig jökulinn var ekki alveg eins skemmtilegur þennan daginn......en engu að síður var klifrað í einhverja tíma sér til ómældrar bleytu og ánægju. Þaðan var stefnan sett á Hlíðarenda og fengið sér pylsu (Smá níska sem er kominn í 190kr).
Þannig þetta var alveg þrælgóð helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!