föstudagur, september 27, 2002

Nú líður senn að Flugröst opni fyrir fyllibyttum eins og okkur. Nú fyrir ykkur pupulinn
sem hefur ekki fengið formlegt ammiliboð (fékk þetta líka fína sms um daginn ligga ligga lái)
þá vil ég minna á að fagnaðurinn hefst eigi seinna en þegar fréttir á rúv í gamla daga hófust eða klukkan
20:00. Nú þar sem hér eru á ferð miklir gleðimenn og konur þá skal það nefnt hér ykkur til fróðleiks þá hitti
ég ammilibörnin (maður svoleiðis í innsta kopp og með slúðrið á hreinu) þá er það merki um þróttmikið vit
og miklar gáfur að mæta ekki seinna en 21:00 því þá eru teikn á lofti um það að hveitið í vökvaforminu verði búið.
Mér fannst rétt að minna á þetta þar sem jú gulrótin fyrir mætingu (alla vega að sumra hálfu) er að drekka allt
fría brennivínið.
Bið ykkur vel að lifa í guðs friði og mínum líka...ólíkt Össuri
P.s. áfram Fylkir....bara að annað ammilibarnið sjái þetta ekki því þá er hætt við því að sumum verði ekki hleypt inn!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!