fimmtudagur, október 03, 2002

Þær virðast ekki endaslepptar hamfarir VÍN verja í bikarkeppnum þessa dagana. VÍN er nýbúið með stuðningi sínum að aðstoða meistaraflokk Fylkis við að hampa Coca Cola bikarnum. Nýjasta sagan er hins vegar sú að VÍN verjinn Magnús Blöndahl tryggði Breiðablik ótrúlegan sigur á ÍBV í 32ja liða úrslitum í bikarkeppni karla í handknattleik í gærkveldi. Magnús náði að koma þrumufleyg sínum í markið rétt áður en lokaflautan gall í framlengingunni og sitja því eyjamenn eftir með sárt ennið. Að sjálfsögðu óskar VÍN öllum Kópavogsbúum til hamingju með árangurinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!