sunnudagur, júlí 29, 2012

Enn og aftur Reykjaeitthvað

Þá er komið að síðasta dagskrárliðnum í V.Í.N.-ræktinni í júlímánuði þetta árið.  Líkt og hefur verið eins konar þema þetta sumarið þá er það Reykjaeitthvað.
Að þessu sinnu ætlar sjálfur Hvergerðingurinn að teyma okkur á heimaslóðir sínar komandi Týsdag og rölta þá upp á hanz heimafjall sem ku vera Reykjafjall. Hittingur er við Gasstöðina á þriðjudag kl:1900. Sum sé allt frekar sígild svo sem

Kv