þriðjudagur, júlí 24, 2012

Horft til vezturs



Sem betur fer er farið að styttast í næzta mánudag sem táknar bara eitt. Það þýðir lík að það er heldur ekki langt í helgi. Komandi helgi er víst fríhelgi hjá Litla Stebbalingnum svo það er kominn ferðahugur í kappann. Enda er það góð skemmtun að gista í tjaldi.  Þar sem við hjónaleysin þurfum að vera í Dalasýzlu á messudag til að vera viðstödd jarðsetningu þá höfum við huga á því að halda veztur um helgina og amk enda í Dölunum á messudag.
Það er ekkert svo sem ákveðið ennþá hvernig helgin verður en margt kemur til greina. Það er hægt að fara beint veztur og slá upp tjaldi á Laugum í Sælingsdal. Kíkja í Guðrúnarlaug, rúnta um Fellsstönd og Skarðsstönd, rölta á Vaðalfjöll svo dæmi séu tekin.
Það kemur líka vel til greina að byrja á Snæfellsnesi, hugsanlega baða sig í Siggu og Stjána, finna einhvern hól og tölta á hann. Nú eða bara rúnta um svæðið og skoða eitthvað merkilegt. Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga að koma með um helgina þá eru allar hugmyndir vel þegnar og að sjálfsögðu er allt skoðað.

Kv
Tjaldbúarnir