þriðjudagur, júlí 10, 2012

Út vil ek



Nú senn nálgast ein júlíhelgi í viðbót og þar sem þetta er nú á prime time útilegutímabilsins þá er vel við hæfi að skella fram þeirri spurningu hvort fólk hafi hug á því að viðra seglskýli sín um komandi helgi. Það verður að teljast all verulegar líkur á því að við hjónaleysin munum leggja land undir fót og notfæra okkur blíðviðrið sem spámenn ríkizins hafa lofa almúganum. Það er ekkert ákveðið svo sem ennþá en allir eru velkomnir með hafi þeir einstaklingar áhuga á. Sömuleiðis væri gaman að heyra ef einhverjir aðrir séu með einhver plön og ef það myndi henta væri e.t.v hægt að sauma eitthvað saman

Kv
Útilegufólkið