mánudagur, júlí 02, 2012

Reykur og bófi

Þrátt fyrir að árshátíð hafi verið um síðustu helgi má ekkert slá slökku við þegar það kemur að V.Í.N.-ræktinni. Á morgun Týsdag er ætlunin að rölta á Reykjafell/Reykjaborg í Mosfellssveit. Svona hæfilega erfitt eftir átök helgarinnar amk hjá þeim sem það á við.
En alla vega hittingur á N1 í Móso kl:1930 annaðkveld áður en ráðist verður til atlögu við áður nefnda hóla

Kv
Göngudeildin