fimmtudagur, júlí 12, 2012
Hjól-sól
Nú síðasta þriðjudag var betur heldur stigið á sveif um höfuðborgarsvæðið. Það var farið í hjólheztaferð um höfuðborgarsvæðið í boði Danna Djús sem fararstjóra. Skemmtilegt við ferð þessa er að hún var þokkalega fjölmenn eða fimmmennt þó svo að nafnagiftin í hópnum hafi verið heldur ófrumleg en á ferðinni voru:
Stebbi Twist
Nafni Geir
Magnús frá Þverbrekku
Maggi á móti
Danni Djús
Farið var í blíðviðrinu frá Gullinbrú upp í Mosó, Hafravatn, Heiðmörk, Gaflarabær, Fossvog og í gegnum Fossvogsdalinn heim. Hjá Litla Stebbalingnum endaði þetta í 71,3 km og nokkrum öðrum eitthvað svipað. En alla vega var þetta hin bezta skemmtun í góðum félagsskap þar sem veðurguðurnir voru í góðu skapi, en frumkvöðul V.Í.N. í hjólheztareiðum var þó saknað. Kemur vonandi með næzt.
Fyrir áhugasama þá má skoða myndir frá túrnum hér
Kv
Hjóladeildin