miðvikudagur, ágúst 01, 2012
Fram í Dalanna ró
Eins og sjá má hér var stefnan hjá okkur hjónaleysum að skella okkur veztur í Dali til að vera við jarðsetningu afa Krunku á messudag. Þar sem athöfnin átti að vera síðla dags messudags var óhætt að segja að maður hafi haft alla helgina til þess að gjöra eitthvað. Góðkunningi okkar V.Í.N.-verja var svo hugulsamur að bjóða okkur þak yfir höfuð vort á ættarsetri sínum á Skarðsströnd. En þau sem þarna voru á ferðinni voru:
Stebbi Twist
Krunka
á Polly
og síðan
Billi Stórhöfðingi
á Framsókn
Við byrjuðum á því að skella okkur í Grafarlaug sem nýkomin úr yfirhalningu og er betur heldur glæsilegri heldur hún var árið 2008 þegar undirritaður og VJ skelltum okkur í hana. Að því loknu var heimsókn í Laxárdalinn áður en brunað var á Skarðsströnd í bústaðinn til Billa.
Laugardagurinn rann upp bjartur en það blés aðeins. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var farið í Saurbæjarkirkjugarð til að hjálpa til við að gera gröfina klára fyrir kerið. Þegar því var lokið skiptum við á bílum við tengdó og fórum sem leið lá í næztu sýzlu til að rölta á Vaðalfjöll. Skemmst er frá því að segja að það tókst með eindæmum vel að toppa. Eftir að hafa dvalið skamma stund á toppnum var ákveðið að þvo af sér ferðarykið í Grettislaug á Reykhólum. En þar komumst við í feitt og fengum sannkallaða vinninga því þar var sýning á forndráttarvélum og fékk Litli Stebbalingurinn að sitja í einum árgerð 55 af Deutz gerð og líka taka í. Þar sem þetta lengdist aðeins þá var hætt að hleypa ofan í er komið var á svæðið. Þá var ætlunin að fara í laugina á Laugum í Sælingsdal en þangað náuð við heldur ekki í tæka tíð svo það var látið duga að skella sér ofan í Guðrúnarlaug. Eftir hressandi bað var okkur boðið í grillveizlu að Svarfhóli. Þegar allir voru orðnir mettir var Fellsströndin ekin að bústaðinum og hlustað á útsendingu frá Bræðslunni á meðan. Það tók svo við videokveld þegar ,,heim" var komið.
Á messudag var svo sem ekki mikið gert nema auðvitað jarðsetningin en við skellum okkur að vísu í sund á Laugum í Sælingsdal og kíkjum á jörðina sem afi Krunku og móðir bjuggu eitt sinn á.
Annars fyrir áhugasama má skoða myndir hér