fimmtudagur, júlí 26, 2012

Reykjahjólafell



Rétt eins og auglýst hér var ætlunin að fara á Fagradalsfjall í síðasta dagskrárlið V.Í.N.-ræktarinnar.  En plön eru jú til þess að breyta þeim. Þar sem engin hafði boðað sig þá var ákveðið að bregða útaf áður auglýstum dagskrárlið og þess í stað stíga á hjólhestana, stíga á sveif til Mosó, að vísu ekki til að fara á KFC, rölta síðan upp á Reykjafell og hjóla svo heim aftur.
Þau sem þarna sátu á hnökkunum voru:

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að báðir aðilar náðu að skila sér lifandi heim aftur og hvorugur þeirra dó.  En þetta var vel hressandi og mætti alveg gera aftur og meira af. Þ.e hjóla svona að hólum í nágrenninu og rölta síðan upp á þá og hjóla svo til baka.
En allavega fyrir áhugasama þá má skoða myndir frá kveldinu hér

Kv
Gönguhjóladeildin