föstudagur, júlí 20, 2012

Þrjú tonn af sandiRétt eins og kom fram hér var ætlunin að ganga á Sandfell þessa vikuna. Það varð að lokum lendingin að í gærkveldi, fimmtudagskveld, var haldið á heimaslóðir Bubba til þess að sigra Sandfell í Kjós. Líkt og við var að búast var nú ekki fjölmennt eða öllu heldur tvímennt. Það voru:

Stebbi Twist
Hvergerðingurinn

Þrátt fyrir að við höfum ekki séð skóginn fyrir trjánum þá tókst okkur að komast á toppinn í svona dæmigerðu íslensku sumarveðri þar sem við biðum eftir skúrunum sem aldrei komu. En hvað um það þá má skoða myndir frá göngunni hér

Kv
Göngudeildin