miðvikudagur, júlí 18, 2012
Leirkallarnir
Eins og var auglýst eftir hér þá voru uppi hugmyndir um að viðra seglskýli sín um síðustu helgi. Eftir að hafa rýnt í fjöldan allan af veðurspám var afráðið að leggja suðurlandið undir fót. Einhverjir tóku forskot á sælunna og skellu sér á fimmtudeginum og ætluðu svo að hitta okkar. En þetta endaði sem þokkalega fjölmennri V.Í.N.-ferð. Sem er vel. En þau sem voru þarna á ferðinni voru:
Stebbi Twist
Krunka
á Polly
Maggi á Móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
á Barbí og Ken
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin með laumufarþega
á Brumma
Eftir þó nokkrar vangaveltur í Hnakkaville var afráðið að fara í Landsveit og slá upp tjöldum á Leirubakka. En Hvergerðingurinn og Plástradrottningin höfðu gert vettvangs-og rannsóknarferð á Tjaldstæðinu á Faxa og ekki litist nógu vel á. Berangurslegt og hvasst.
Alla vega þá var ekki hægt að kvarta yfir roki á Leirubakka er þangað var komið. Svo um kveldið var bara tekið þvi rólega, grillað burger, tekin skoðunarferð að lauginni og spilað Jenga. Auðvitað má ekki gleyma því að þeir Flubbabræður kíktu svo á okkur á álfugli stjórnað af þeim Yngri. Skemmtileg heimsókn það.
Á laugardeginum var bara byrjað á þvi að vinna í Tevu-farinu í rólegheitunum. Síðan þegar allir voru orðnir mettir var afráðið að skreppa í smá bíltúr að Skarfanesi með viðkomu hjá Þjófafoss. Við gjörðum þetta svo sem allt í rólegheitum, tókum okkur ágætis tíma við fossinn og ekki var svo hægt að taka eitthvað rallý á fólksbílunum á veginum í Skarfanes. Þegar í Skarfanes/Lambhaga var komið tók við hálfgerð paradís. Þetta var alveg jafn fallegt þarna og þegar litli Stebbalingurinn kom þarna síðast 8 ára pjakkur. Klárlega málið að koma þarna í útilegu við tækifæri með góðan mannskap með sér. Þarna var bara svo sem skoðað sig um, keyrðir einhverjir slóðar. Síðan við tóftirnr af Skarfanesbænum skildu leiðir því þar komum við að einhverjum læk sem fólkbíladeildinni leist ekki alveg nógu vel á en Maggi Brabra helt áfram. Við hin snérum við og heldum til baka þar sem við fundum okkur litla laut til að snæða smá nezti. Á bakaleiðinni var rennt við hjá Tröllkonuhlaupi og síðan bara rúllað aftur í tjaldbúðirnar þar sem leið að kveldmat. Um kveldið var síðan skellt á grillið, spjallað og endað svo í lauginni.
Messudagur rann upp og eftir mullersæfingar og morgunmessu var bara tjillað fram að kaffi þegar fólk var orðið klárt að koma sér af svæðinu. 1/3 af hópnum þurfti að fara í borg óttans en hin heldu áfram og gistu næztu nótt að Hamragörðum. Fólksbíladeildin fór í smá sunnudagsbíltúr og tók Heklubraut sem endar við Gunnarsholt og þar skildu leiðir
En einhverjir vilja rifja upp helgina nú eða skoða bara myndir þá má gjöra slíkt hér