föstudagur, júlí 27, 2012

Verzlunarmannahelgar hugrenningar



Núna þegar þetta er krasað niður er ekki nema slétt vika i verzlunarmannahelgi og ekki stendur til að fara á Þjoðhátíð.  sem þetta ritar er svo sem lítið farinn að hugsa um næztu helgi en þar sem við hjónaleysin verðum að vísu byrjuð í sumarfríi þá munum við án efa hefja ferðalag flöskudeginum.
Eina sem heyrst hefur er hugmynd frá Eldri Bróðirnum um að halda til Kerlingafjalla. Ma rölta þar á Loðmund og kíkja í laugina þar eða borholuna. Það verður að segjast að heyrst hafa mun verri tillögur en að fara í Kelló og er alveg vel athugandi að því gefnu að spámenn ríkizins hagi sér vel
Annars er ekkert neglt niður en gaman væri að fá hugmyndir lumi fólk á slíku. Svo er annað að ekki er svo sem reiknað með miklum undirtektum frekar en fyrri daginn. En orðið er laust í skilaboðaskjóðinni