sunnudagur, júlí 15, 2012

Sandur, sandur útum allt

Góðir lesendur já V.Í.N.-ræktin heldur áfram í nýrri viku. Að þessu sinni er ætlunin að skunda á eitt af  nokkrum Sandfellum sem eru hér á Skerinu. Þetta Sandfell er víst í Kjós og skv dagskrá er það á miðvikudaginn sem skal skundað á það. Reyndar þarf undirritaður að skella sér aðeins úr bænum annað hvort á miðvikudag nú eða fimmtudag. Ef af verður að maður fari á miðvikudaginn þá væri það vel þegið ef lagi væri að fresta göngunni fram á fimmtudag. En skiptir litlu hvorn daginn farið verður þá er hittingur á N1 í Mosó kl:1900

Kv
Göngudeildin