þriðjudagur, júlí 03, 2012

Reykusdalus


Eins og auglýst var hér þá var ætlunin að skunda í Reykjadal fyrir sléttri viku í þeim tilgangi að baða sig fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð. Skemmst er frá því að segja að það að slíkt tókst með ágætum og voru það 7 sálir sem lögðu í´ann frá Gasstöðinni upp á Hellisheiði en það voru:

Stebbi Twist
Hvergerðingurinn
Yngri Bróðirinn
Erna
Danni Djús
Eldri Bróðirinn
Maggi á móti

og sáu Rex og Litli Koreustrákurinn að koma öllum á áfangastað og heim aftur

Veður var með afbrigðum gott og ,,laugin" vel heitt. Vegna margmennis þurfti að baða sig eiginlega í skugga en með smá færslu var komist í sól þó svo að Erna hafi notið sólarinnar í sínu fótabaði. En allavega þá má skoða myndir hér

Kv
Hreingerningardeildin