sunnudagur, apríl 26, 2009

Á jökli á sjálfum kjördegi



Nú kemur smá nillablogg. En hvað um það. Slöngubátanámskeiði sem halda átti um helgina var frestað en í stað var skundað á Eyjafjallajökull sem smá sárabót. Flestir röltu þetta á tveimur jafnljótum en sem þetta ritar ásamt Flubbabræðrum skinuðum þetta upp. Reyndar snéri sá Yngri við er skíthælarnir fóru að angra hann en þeir sem eftir stóðu fóru upp að Guðna/Goðasteinn og þar upp en hinir í línunni fóru síðan allaleið upp á Hámund. Þrátt fyrir að þetta hafi hafist í sól og skinku (eins og Blöndudalurinn myndi orða það) var skyggni heldur fágætt er ofar dró og helst þannig sem og færði sig neðar. Því var skíðað frekar hægt niður og taka skal það fram að öryrki var líka með í för. En allir sem upp fóru komumst heilir niður, kannski smá lemstraðir en ekkert alvarlegt.
Hafi einhver áhuga eða nennu má skoða myndir hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!