mánudagur, mars 23, 2009
Undirbúnings- og eftirlitsferð nr. 1
Undirbúnings- og eftirlitsnemd VÍN tilkynnir: Fyrsta undirbúnings- og eftirlitsferð ársins 2009 fyrir FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð verður farin um næstu helgi. Ætlunin er að fara á föstudegi og gista í tjöldum þá nóttina, sinna helstu undirbúnings- og eftirlitsskyldum daginn eftir og halda svo góða kvöldvöku í skála á laugardagskvöldið og jafnvel grilla afturhásingu eða eitthvað slíkt með. Það verður allt ákveðið þegar nær dregur. Áhugasamir eru beðnir um að tilkynna þátttöku sem allra fyrst í þartilgerða skilaboðaskjóðu hér fyrir neðan.
Nemdin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!