fimmtudagur, apríl 23, 2009
Sumarið er komið á ný
Rétt eins hefðir og lög V.Í.N. gera ráð fyrir var skundað á Snæfellsjökul nú á sumardaginn fyrsta til móts við gesti úr geimnum. Venju samkvæmt var haldið úr bæ kveldið áður og slegið upp tjöldum við Arnarstapa. Þeir sem þessa för fóru voru
Kaffi
Jarlaskáldið
Maggi Móses
á Sigurbirni
og í kjölfarið á þeim fylgdu svo
Litli Stebbalingurinn
Tuddi Tuð
á Jenson
Telst það helst til tíðinda að bara þrjú tjöld voru í tjaldborginni. Frekar léleg framistaða það. Allt gekk vel og siðsamlega fyrir sig. Ma var farið í rómantíska kveldgöngu niður í fjöru og að höfninni. Síðan á miðnætti var hlustað á ,,Gleðilegt sumar´´ með Baggalút. Fljótlega var gengið til náðar
Vaknað var eldsnemma og menn voru síðan misfljótir að græja sig. En hvað um það. Það var síðan komið sér að jökulrönd og þurfti þetta árið að hefja gönguna neðarlega eða í ca 350 m.y.s Uppgangan gekk vel fyrir sig og varla hægt að kvarta undan veðrinu þó svo að stöku ský hafi strítt okkur örlítið. Toppnum var náð í sól og skinku
Á niðurleiðinni voru ský farin að draga fyrir sólu en allt hafðist þó stór slysalaust fyrir sig. Það sem helst telst til frétta að við hittum VJ og HT á niðurleið þar sem þau voru á uppleið, ekki langt frá toppnum.
Ferðin endaði í sundferð á Stykkishólmi og með pulluáti þar.
Langi einhverjum að sjá hvernig þetta var má skoða myndir frá Skáldinu og Stebba Twist.
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!