Líkt og hér kom fram þá voru uppi einhverjar hugmyndir um hvernig eyða mætti helginni. Rétt eins og gefur að skilja gekk það upp og ofan að halda því en svona að stærstum hluta amk hjá þeim sem þetta ritar.
Reyndar fór flöskudagurinn svona ofan garðs og neðan. Þá aðallega vegna lokunar skíðasvæða hér í nágrenni höfuðbóls hins Nýja Íslands. Hvað um það
.
Síðan á laugardeginum skunduðu þau VJ, Helga T og Jarlaskáldið á Búrfell í Þingvallasveit þó svo landafræðilega væri sjálfsagt að tala um í Bláskógabyggð. Skipti kannski ekki alveg öllu.
Hins vegar líka á laugardeginum var farið austur fyrir fjall og framhjá helstu sumarhúsabyggð hér sunnan heiða til þess að taka hjólhestareið. Ekki var nú fjölmennt þar en þó mættu Stebbi Twist og Hrabbla. Eftir að hafa puðað þessa rúmlega 20 km var skellt sér í sund á Borg. Fínasta sundlaug þar og hægt að komast hratt niður rennibrautina þar. Saunan var hins vegar bara þurr sauna, eins einkennilegt og það er. Síðan um kveldið var grillveizla í Breiðholtinu sem tókst með afbrigðum vel og ber að þakka húsráðindum fyrir góða kveldstund.
Ástand manna var eftir atvikum í gær þ.e. messudag en þrátt fyrir það var reyndt að halda við áður auglýsta dagskrá. Þrjár sálir voguðu sér út á Reykjanesið og það voru Stebbi Twist, Krunka og Eldri Bróðurinn. Var þetta sæmilegasti bíltúr með einum 20 min göngutúr upp á þúfuna Sýrfell. Ætlunin var síðan að koma við í ,,náttúrulaug´´ en urðum við fórnarlömb misskilnings og því bíður Skátalaug betri tími.
Það þarf vart að koma neinum að óvörum að fólk var með myndavélar með í för um helgina. Hér má sjá frá Búrfellsgöngunni sem er í boði Skáldsins. Síðan hér er frá hjólaferðinni og Útnáratúrinn er hérna.
Góðar stundir
Helgarnemdin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!