sunnudagur, mars 29, 2009

Úr Básum



Rétt eins og kom fram í færslunni hér að neðan og annari aðeins á undan henni var stefnd inni í Bása á Goðalandi nú um nýliðna helgi í undirbúnings-og eftirlitsferð.
Það var að lokum 7 manns sem fóru innúr á flöskudagskveldið og gistu þar í tjaldi undir Bólfelli. Síðan á laugardagsmorgni var haldið í skálann.
Á laugardeginum var farið á rúntinn og alltaf var því frestað að grilla pulsur en þess í stað fann Yngri Bróðurinn þennan líka fína stein við efra vaðið á Lóninu sem nú heitir Halldórssteinn. Þess ber líka að geta að bekkurinn var færður um nokkra centimetra og kamarinn kannaður. Kamarinn er í líka þessu fína standi og alveg vel hægt að mæla með honum. Meira að segja pappír og allt nema lestrarefni á svæðinu.
Er komið var aftur í Bása var bara farið að huga að grilli en síðan kom Raven ásamt 6.öðrum og hófst þá eldamennska á fullum krafti. Eftir að sjömenningarnir hurfu eftir mat var hafist við almenn aðalfundarstörf en allt þó á léttum nótum.
Það kafsnjóaði þarna og því var bara farið heim og Húsadalur látinn bíða næstu ferðar sem og vegna snjóalaga var hjólið bara upp á skraut þarna og til að auka á græjustuðulinn. Vonandi að í næstu undirbúnings-og eftirlitsferð verður hægt að kanna hvort ekki sé fært hjólhestum. En það kemur bara í ljós
Varla þarf það að koma nokkrum manni á óvart að myndir séu komnar inn á alnetið. Skáldið var fyrri til og hér má sjá hanz myndir. Stebbalingurinn hefur líka tekist að setja sínar inn og má nálgast þær hérna

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!