sunnudagur, apríl 19, 2009

Í skítakulda á sumardaginn fyrsta...



Eins og allir góðir VÍN-liðar vita styttist í sumardaginn fyrsta, nánar tiltekið á fimmtudaginn næsta, og honum fylgja vissar hefðir í þessum ágæta félagsskap. Sumsé, að tjalda við Arnarstapa að kvöldi síðasta vetrardags, tékka á því daginn eftir hvort það séu geimverur á toppi Snæfellsjökuls, og skíða svo niður að því loknu. Góð hefð, og vert að halda í. Stefnan er því tekin á að endurtaka leikinn í ár, að því gefnu að veðurguðirnir (þó ekki þessir sem spila vond lög með Ingó) verði með okkur í liði, annars má alltaf finna aðra hóla til að tölta upp á eins og Hekluna, Eyjafjallajökul eða yfirhöfuð hvað sem mönnum dettur í hug.

Oooooooooogggg... fá sér!

Nemdin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!