Það barst til eyrna í Básum um síðustu helgi að fréttir hér á V.Í.N.-síðunni að fólk frétti ekki af atburðum fyrr en eftir á. Svo sem þörf gagnrýni sem vert er að taka og reyna taka sig á í þeim málum. Hér er viðleitni í því.
Rétt eins og flestir ættu að vita fer nú fljótlega að halla niður í móti og ekki úr vegi að huga að helginni.
Nú á flöskudag væri tilvalið að skella sér á skíði og þá kæmi Skálafell sterklega til greina. Að sjálfsögðu er allt undir því komið hvort opið sé eða ekki. Annars eru Bláfjöllin alltaf sígild hér sunnan heiða.
Laugardag.
Svona í sárabætur fyrir síðustu helgi, er hjólið var með í för en ekkert brúkað, þá væri hjólhestaferð upplögð. Það er ein stutt leið sem höfð er í huga en kostar smá bíltúr austur fyrir fjall. Þetta er sum sé Sólheimahringurinn sem er í Grímsnesi. Þetta er svona ca 20.km hringur, eftir nýjustu útreikningum, kíkja síðan aðeins í sund og síðan er það bara grillið
Messudagur.
Ef til vill má búast við þvi að sumir verði hálf framlágir svona á messudegi svo haga skal ferðatilhögun í samræmi við það. Úti á Reykjanesi er hóll einn sem kallast Sýrfell og telur hann í bókinni góðu. Þarna á skaganum er líka ,,náttúrulaug´´ ein þ.e. Skátalaug sem upplagt væri að baða sig í á heimleiðinni
Þetta eru svona fyrstu tillögur að helginni en allt er opið. Hafi einhverjir einstaklingar nú eða hópar áhuga að einhverju að þessu þá má alveg tjá í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Hafa skal það þó í huga að allt er þetta háð veðurguðunum og Ingó þar undanskilinn og hafður sem lengst í burtu.
Einnig eru allar hugmyndir vel þegnar eða aðrar útfærslur að þessum drögum
Kv
Helgarnemdin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!